Að loknum aðalfundi
Aðalfundur SÍ var haldinn fimmtudaginn 15. maí 2014. Jón Kristján Sigurðsson var endurkjörinn gjaldkeri stjórnar og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var endurkjörinn ritari stjórnar. Hvorugur fékk mótframboð. Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson voru endurkjörnir varamenn í stjórn. Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson voru tilnefndir sem endurskoðendur. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hefur nú sitt síðara starfsár á hans kjörtímabili sem formaður.
Þrjár lagabreytingatillögur og ein reglugerðabreyting á kjöri íþróttamanns ársins voru lagðar fram. Allar voru samþykktar af minnst 2/3 hluta aðalfundar eins og lög gera ráð fyrir.
Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Engin umsókn barst um félagsaðild en þrír fullgildir meðlimir og tveir meðlimir með aukafélagsaðild gengu úr samtökunum. Alls er nú 21 meðlimur í Samtökum íþróttafréttamanna.
Önnur mál voru rædd og fundi slitið.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



