Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldin á morgun kl. 13 í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni. Félagar eiga að hafa fengið fundarboð í tölvupósti með frekari upplýsingum. Athygli er vakin á því að fundurinn hefur verið færður frá kl. 12 til kl. 13 í ljósi þess að KSÍ dregur í 32 liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu kl. 12.

Á dagskrá aðalfundar eru hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á veitingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.