Aðalfundur á morgun
Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldin á morgun kl. 13 í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni. Félagar eiga að hafa fengið fundarboð í tölvupósti með frekari upplýsingum. Athygli er vakin á því að fundurinn hefur verið færður frá kl. 12 til kl. 13 í ljósi þess að KSÍ dregur í 32 liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu kl. 12.
Á dagskrá aðalfundar eru hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á veitingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



