Adolf Ingi kennir í Dúbaí
Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður hjá RÚV heldur í næstu viku til Dúbaí þar sem hann mun kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn á vegum AIPS, Alþjóða samtaka íþróttafréttamanna. Námskeiðið er haldið í tengslum við heimsmeistaramót U17 ára pilta í knattspyrnu og heldur AIPS námskeiðið í samvinnu við FIFA. Þetta er í fjórða sinn sem AIPS fær Adolf sem leiðbeinanda á námskeið fyrir unga íþróttafréttamenn. Hann hafði áður kennt á námskeiði í Bakú í Aserbaídsjan haustið 2012 í tengslum við HM U17 ára kvenna í knattspyrnu, í Ísrael í upphafi sumarsins í ár í tengslum við Evrópumót U21 árs karla í knattspyrnu og í Lausanne í Sviss í tengslum við fund Alþjóða Ólympíunefndarinnar í byrjun júlí í sumar.
Adolf Ingi sat í framkvæmdastjórn AIPS árin 2009-2013 en hætti í stjórn samtakanna á síðasta ársþingi AIPS í Sochi fyrr á þessu ári. Hann er þó núna ráðgjafi stjórnar AIPS, sem leitar nú til hans enn á ný til að kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn.
Þetta er í fimmta sinn sem AIPS heldur námskeið fyrir unga íþróttafréttamenn. Einn íslenskur fréttamaður hefur sótt námskeiðin. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV fór til Shenzhen í Kína sumarið 2011 og til Lausanne í Sviss í sumar. Ferðakostnaður, gisting og uppihald hefur verið greitt að fullu af AIPS.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn




