Aðstöðumál í Pepsídeildum
Nú á sunnudag verður flautað til leiks í 1. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. SÍ hefur verið í sambandi við KSÍ vegna aðstöðumála á gervigrasvellinum í Laugardal, Fylkisvelli og Fjölnisvelli. Þau svör hafa fengist að settur verði upp gámur á gervigrasvellinum í Laugardal. SÍ hefur ítrekað óskir sínar um að aðstaðan þurfi að hafa útsýni á miðjan völlinn og þar sé rafmagn og netsamband.
Líklega verður sett upp 4G netsamband á gervigrasvellinum í Laugardal með lykilorði. Vonandi gengur allt upp, en blaðamenn eru hvattir til að láta heyra frá sér af aðstaðan verður óviðunandi.
Á Fylkisvelli í Árbæ verður gámur milli varamannaskýla með aðstöðu fyrir blaðamenn. Á Fjölnisvelli í Grafarvogi eru aðstæður þær sömu og síðast þegar Fjölnir lék í efstu deild. Þar sitja menn því utandyra á svölum.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



