Nú á sunnudag verður flautað til leiks í 1. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. SÍ hefur verið í sambandi við KSÍ vegna aðstöðumála á gervigrasvellinum í Laugardal, Fylkisvelli og Fjölnisvelli. Þau svör hafa fengist að settur verði upp gámur á gervigrasvellinum í Laugardal. SÍ hefur ítrekað óskir sínar um að aðstaðan þurfi að hafa útsýni á miðjan völlinn og þar sé rafmagn og netsamband.

Líklega verður sett upp 4G netsamband á gervigrasvellinum í Laugardal með lykilorði.  Vonandi gengur allt upp, en blaðamenn eru hvattir til að láta heyra frá sér af aðstaðan verður óviðunandi.

Á Fylkisvelli í Árbæ verður gámur milli varamannaskýla með aðstöðu fyrir blaðamenn. Á Fjölnisvelli í Grafarvogi eru aðstæður þær sömu og síðast þegar Fjölnir lék í efstu deild. Þar sitja menn því utandyra á svölum.