Alþjóðleg verðlaunahátíð íþróttafréttamanna

Sport Media Pearl Award verðlaunin voru kynnt formlega í París á ársþingi AIPS á mánudagskvöld. Á myndinni eru H.E. Mohamed Al Mahmoud frá Abu Dhabi Media og Gianni Merlo forseti AIPS.
Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.
-Skrifaðar greinar eða dálkar
Sigurvegarinn í hverjum flokki fær 10.000 dollara í verðlaunafé og þeir sem hafna í 2. og 3. sæti fá 1.500 dollara. Þá er þremur efstu í hverjum flokki boðið á verðlaunahátíðina í Abú Dabí auk uppihalds, þeim að kostnaðarlausu.
-Rannsóknarblaðamennska
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



