Sport Media Pearl Award verðlaunin voru kynnt formlega í París á ársþingi AIPS á mánudagskvöld. Á myndinni eru H.E. Mohamed Al Mahmoud frá Abu Dhabi Media og Gianni Merlo forseti AIPS.

Sport Media Pearl Award verðlaunin voru kynnt formlega í París á ársþingi AIPS á mánudagskvöld. Á myndinni eru H.E. Mohamed Al Mahmoud frá Abu Dhabi Media og Gianni Merlo forseti AIPS.

Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.

Flokkarnir sex eru
-Ljósmyndun
-Skrifaðar greinar eða dálkar
-Fréttir eða umfjöllun þar sem unnið er með hljóð (hvort sem um ræðir útvarp, sjónvarp eða podcast)
-Myndskeið
-Íþróttafrétta bloggsíða
-Hvernig íþróttir bæta heiminn
Verðlaunafé
Sigurvegarinn í hverjum flokki fær 10.000 dollara í verðlaunafé og þeir sem hafna í 2. og 3. sæti fá 1.500 dollara. Þá er þremur efstu í hverjum flokki boðið á verðlaunahátíðina í Abú Dabí auk uppihalds, þeim að kostnaðarlausu.
Sigurvegarinn í flokknum Hvernig íþróttir bæta heiminn (e. Sports for a better world)fær einnig að ráðstafa 50.000 þúsund dollurum til góðgerðarmála tengdri umfjöllun sinni.
Þá verða veitt sérstök verðlaun í þremur flokkum í viðbót
-A life in sport (Heiðursverðlaun fyrir ævistarf)
-Rannsóknarblaðamennska
-Besta appið

Hver og einn íþróttafréttamaður/ljósmyndari/myndatökumaður/pródúsent má senda inn allt að tvær tilnefningar á hverju ári og mega þær vera vera á íslensku. Opinbert tungumál verðlaunahátíðarinnar er þó enska.
Kynnið ykkur þetta endilega. Það er um að gera að tilnefna störf samstarfsfélaga eða kollega okkar (líklega þó best með þeirra samþykki) ef menn vilja alls ekki trana sér sjálfir fram og tilnefna eitthvað úr þeirra smiðju, enda enginn skyldugur til þess að senda inn tilnefningar. En ef menn taka eftir einhverju í íslenskum íþróttafréttum sem þeir telja eiga erindi sem tilnefningu í Perluverðlaunin er um að gera, að gera eitthvað í því.
Ekki er skylda að vera skráður í AIPS til þess að geta sent inn tilnefningu, aðeins er sett sem skilyrði að viðkomandi sé frá landi sem er aðlili að AIPS.
Nánar um Perluverðlaunin hér: https://www.sportmediapearlawards.com