Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini). Nú er komið að útgáfu skírteinanna fyrir knattspyrnutímabilið 2015.
Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.
Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) voru stofnuð árið 1956 í […]
Meira →Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.
Flokkarnir sex eru -Ljósmyndun
-Skrifaðar greinar eða […]
Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldin á morgun kl. 13 í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni. Félagar eiga að hafa fengið fundarboð í tölvupósti með frekari upplýsingum. Athygli er vakin á því að fundurinn hefur verið færður frá kl. 12 til kl. 13 í ljósi þess að KSÍ dregur í 32 liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu […]
Meira →Nú á sunnudag verður flautað til leiks í 1. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. SÍ hefur verið í sambandi við KSÍ vegna aðstöðumála á gervigrasvellinum í Laugardal, Fylkisvelli og Fjölnisvelli. Þau svör hafa fengist að settur verði upp gámur á gervigrasvellinum í Laugardal. SÍ hefur ítrekað óskir sínar um að aðstaðan þurfi að hafa útsýni […]
Meira →Samtök íþróttafréttamanna hafa nú skilað af sér öllum umsóknum fjölmiðla til KSÍ vegna fjölmiðapassa á leiki á vegum KSÍ leiktíðina 2014. SÍ tók saman umsóknirnar og veitti KSÍ svo umsögn. Nær allar umsóknir voru samþykktar af SÍ. Örfáum var hafnað eða vísað beint til KSÍ ef vafi lék á því hvort umsækjendur féllu undir skilgreiningu KSÍ […]
Meira →Pílukastfélag Reykjavíkur býður okkur að heimsækja sig í tilefni þess að Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið á Íslandi í maí. Stutt kynning, veitingar og pílukastmót íslenskra íþróttafréttamanna. Upphaflega var áætlað að byrja klukkan 20.00 en við seinkuðum þessu til klukkan 22.00 í þeirri von að fleiri eigi þess kost að mæta. Heimilisfangið er Skúlagata 26 […]
Meira →Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hjá Tottenham Hotspur í Englandi var kjörinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörinu var lýst 28. desember á Gullhömrum í Grafarholti í beinni útsendingu Rúv. Alfreð Gíslason þjálfari handboltaliðs Kiel í Þýskalandi var kjörinn þjálfari ársins annað árið í röð og A-landslið karla í knattspyrnu lið ársins.
Íþróttamaður ársins:
1. […]
Meira →Að morgni Þorláksmessu var opinberaður listinn yfir tíu efstu í kjöri SÍ á íþróttamanni ársins 2013. Félagsmenn með atkvæðisrétt voru að þessu sinni 26 og nýttu allir sinn atkvæðisrétt nema einn. Úrslitin verða kunngjörð í hófi SÍ og ÍSÍ í Gullhömrum í Grafarholti laugardagskvöldið 28. desember og verður RÚV með beina sjónvarpsútsendingu frá hófinu. Tíu […]
Meira →Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður hjá RÚV heldur í næstu viku til Dúbaí þar sem hann mun kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn á vegum AIPS, Alþjóða samtaka íþróttafréttamanna. Námskeiðið er haldið í tengslum við heimsmeistaramót U17 ára pilta í knattspyrnu og heldur AIPS námskeiðið í samvinnu við FIFA. Þetta er í fjórða sinn sem AIPS […]
Meira →Hrafnkelsmótið í golfi verður haldið 6. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. ræst er út frá kl. 10:00-14:00 og leikið verður punktafyrirkomulag með grunnforgjöf. Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð Hrafnkels Kristjánssonar. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella Meira →
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn

