Samtök íþróttafréttamanna » Þorkell Gunnar http://gamla.sportpress.is Stofnuð 1956 Fri, 20 May 2016 15:44:41 +0000 en-US hourly 1 http://wordpress.org/?v=4.1.11 Útgáfa fjölmiðlaskírteina KSÍ 2015 http://gamla.sportpress.is/utgafa-fjolmidlaskirteina-ksi-2015/ http://gamla.sportpress.is/utgafa-fjolmidlaskirteina-ksi-2015/#comments Wed, 22 Apr 2015 11:12:05 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2828 Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini). Nú er komið að útgáfu skírteinanna fyrir knattspyrnutímabilið 2015.

Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.

Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) voru stofnuð árið 1956 í [...]]]> Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini). Nú er komið að útgáfu skírteinanna fyrir knattspyrnutímabilið 2015.

Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.

Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) voru stofnuð árið 1956 í þeim tilgangi að vinna að bættum hag íþróttafréttamanna. Er það bundið í lög SÍ að samtökin skuli vinna að bættri aðstöðu félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, auk þess að tryggja félagsmönnum og aðstoðarmönnum þeirra greiðan aðgang að íþróttamótum og kappleikjum.

Eingöngu handhafar fjölmiðlaskírteina fá aðgang að aðstöðu fjölmiðlamanna á leikstað og mun SÍ hafa eftirlit með því að skírteinin séu notuð á viðeigandi hátt á meðan leiktíðinni stendur. Aðeins þeir sem sannarlega fjalla um knattspyrnu í íslenskum fjölmiðlum eiga þess kost að fá fjölmiðlaskírteini.

Við mat á umsóknum verður umfjöllun síðustu ára hjá viðkomandi fjölmiðli tekin til greina. Fjölmiðlaskírteini veitir aðgang að leikjum á Íslandsmóti og bikarkeppni KSÍ og verður því umfjöllun um þær keppnir fyrst og fremst skoðaðar þegar umsóknir fjölmiðla verða metnar.

Ekki er nauðsynlegt að vera fullgildur meðlimur í SÍ til að sækja um fjölmiðlaskírteini, enda koma mun fleiri að umfjöllun fjölmiðla um leiki en þeir sem eru íþróttafréttamenn í fullu starfi.

Umsóknir um fjölmiðlaskírteini skal senda á netfangið sportpress@sportpress.is eigi síðar en 24. apríl næstkomandi. Umsókninni skal fylgja Word-skjal þar sem fram koma eftirfarandi upplýsingar:

  • Nafn umsækjanda
  • Starf (blaðamaður, ljósmyndari o.s.frv.)
  • Netfang
  • Andlitsmynd (4×3 cm)

ATHUGIÐ!

Umsóknir sem berast eftir auglýstan umsóknarfrest verða afgreiddar í lok hverrar vinnuviku eftir það. Ekki er hægt að ætlast til þess að fá afgreitt skírteini samdægurs og þurfa því umsóknir hafa borist í síðasta lagi á fimmtudegi í viðkomandi viku.

]]> http://gamla.sportpress.is/utgafa-fjolmidlaskirteina-ksi-2015/feed/ 0
Alþjóðleg verðlaunahátíð íþróttafréttamanna http://gamla.sportpress.is/althjodleg-verdlaunahatid-ithrottafrettamanna/ http://gamla.sportpress.is/althjodleg-verdlaunahatid-ithrottafrettamanna/#comments Wed, 04 Mar 2015 17:13:46 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2824 Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.

Flokkarnir sex eru -Ljósmyndun
-Skrifaðar greinar eða [...]]]>
Sport Media Pearl Award verðlaunin voru kynnt formlega í París á ársþingi AIPS á mánudagskvöld. Á myndinni eru H.E. Mohamed Al Mahmoud frá Abu Dhabi Media og Gianni Merlo forseti AIPS.

Sport Media Pearl Award verðlaunin voru kynnt formlega í París á ársþingi AIPS á mánudagskvöld. Á myndinni eru H.E. Mohamed Al Mahmoud frá Abu Dhabi Media og Gianni Merlo forseti AIPS.

Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.

Flokkarnir sex eru
-Ljósmyndun
-Skrifaðar greinar eða dálkar
-Fréttir eða umfjöllun þar sem unnið er með hljóð (hvort sem um ræðir útvarp, sjónvarp eða podcast)
-Myndskeið
-Íþróttafrétta bloggsíða
-Hvernig íþróttir bæta heiminn
Verðlaunafé
Sigurvegarinn í hverjum flokki fær 10.000 dollara í verðlaunafé og þeir sem hafna í 2. og 3. sæti fá 1.500 dollara. Þá er þremur efstu í hverjum flokki boðið á verðlaunahátíðina í Abú Dabí auk uppihalds, þeim að kostnaðarlausu.
Sigurvegarinn í flokknum Hvernig íþróttir bæta heiminn (e. Sports for a better world)fær einnig að ráðstafa 50.000 þúsund dollurum til góðgerðarmála tengdri umfjöllun sinni.
Þá verða veitt sérstök verðlaun í þremur flokkum í viðbót
-A life in sport (Heiðursverðlaun fyrir ævistarf)
-Rannsóknarblaðamennska
-Besta appið

Hver og einn íþróttafréttamaður/ljósmyndari/myndatökumaður/pródúsent má senda inn allt að tvær tilnefningar á hverju ári og mega þær vera vera á íslensku. Opinbert tungumál verðlaunahátíðarinnar er þó enska.
Kynnið ykkur þetta endilega. Það er um að gera að tilnefna störf samstarfsfélaga eða kollega okkar (líklega þó best með þeirra samþykki) ef menn vilja alls ekki trana sér sjálfir fram og tilnefna eitthvað úr þeirra smiðju, enda enginn skyldugur til þess að senda inn tilnefningar. En ef menn taka eftir einhverju í íslenskum íþróttafréttum sem þeir telja eiga erindi sem tilnefningu í Perluverðlaunin er um að gera, að gera eitthvað í því.
Ekki er skylda að vera skráður í AIPS til þess að geta sent inn tilnefningu, aðeins er sett sem skilyrði að viðkomandi sé frá landi sem er aðlili að AIPS.
Nánar um Perluverðlaunin hér: https://www.sportmediapearlawards.com
]]>
http://gamla.sportpress.is/althjodleg-verdlaunahatid-ithrottafrettamanna/feed/ 0
Aðalfundur á morgun http://gamla.sportpress.is/adalfundur-a-morgun/ http://gamla.sportpress.is/adalfundur-a-morgun/#comments Wed, 14 May 2014 14:58:24 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2697 Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldin á morgun kl. 13 í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni. Félagar eiga að hafa fengið fundarboð í tölvupósti með frekari upplýsingum. Athygli er vakin á því að fundurinn hefur verið færður frá kl. 12 til kl. 13 í ljósi þess að KSÍ dregur í 32 liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu [...]]]> Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldin á morgun kl. 13 í höfuðstöðvum UMFÍ í Sigtúni. Félagar eiga að hafa fengið fundarboð í tölvupósti með frekari upplýsingum. Athygli er vakin á því að fundurinn hefur verið færður frá kl. 12 til kl. 13 í ljósi þess að KSÍ dregur í 32 liða úrslit Borgunarbikarkeppni karla í knattspyrnu kl. 12.

Á dagskrá aðalfundar eru hefðbundin aðalfundarstörf. Boðið verður upp á veitingar. Félagar eru hvattir til að fjölmenna á fundinn.

]]>
http://gamla.sportpress.is/adalfundur-a-morgun/feed/ 0
Aðstöðumál í Pepsídeildum http://gamla.sportpress.is/adstodumal-i-pepsideildum/ http://gamla.sportpress.is/adstodumal-i-pepsideildum/#comments Fri, 02 May 2014 17:49:23 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2693 Nú á sunnudag verður flautað til leiks í 1. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. SÍ hefur verið í sambandi við KSÍ vegna aðstöðumála á gervigrasvellinum í Laugardal, Fylkisvelli og Fjölnisvelli. Þau svör hafa fengist að settur verði upp gámur á gervigrasvellinum í Laugardal. SÍ hefur ítrekað óskir sínar um að aðstaðan þurfi að hafa útsýni [...]]]> Nú á sunnudag verður flautað til leiks í 1. umferð Pepsídeildar karla í knattspyrnu. SÍ hefur verið í sambandi við KSÍ vegna aðstöðumála á gervigrasvellinum í Laugardal, Fylkisvelli og Fjölnisvelli. Þau svör hafa fengist að settur verði upp gámur á gervigrasvellinum í Laugardal. SÍ hefur ítrekað óskir sínar um að aðstaðan þurfi að hafa útsýni á miðjan völlinn og þar sé rafmagn og netsamband.

Líklega verður sett upp 4G netsamband á gervigrasvellinum í Laugardal með lykilorði.  Vonandi gengur allt upp, en blaðamenn eru hvattir til að láta heyra frá sér af aðstaðan verður óviðunandi.

Á Fylkisvelli í Árbæ verður gámur milli varamannaskýla með aðstöðu fyrir blaðamenn. Á Fjölnisvelli í Grafarvogi eru aðstæður þær sömu og síðast þegar Fjölnir lék í efstu deild. Þar sitja menn því utandyra á svölum.

]]>
http://gamla.sportpress.is/adstodumal-i-pepsideildum/feed/ 0
Fjölmiðlapassar KSÍ afgreiddir http://gamla.sportpress.is/fjolmidlapassar-ksi-afgreiddir/ http://gamla.sportpress.is/fjolmidlapassar-ksi-afgreiddir/#comments Wed, 30 Apr 2014 17:57:55 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2691 Samtök íþróttafréttamanna hafa nú skilað af sér öllum umsóknum fjölmiðla til KSÍ vegna fjölmiðapassa á leiki á vegum KSÍ leiktíðina 2014. SÍ tók saman umsóknirnar og veitti KSÍ svo umsögn. Nær allar umsóknir voru samþykktar af SÍ. Örfáum var hafnað eða vísað beint til KSÍ ef vafi lék á því hvort umsækjendur féllu undir skilgreiningu KSÍ [...]]]> Samtök íþróttafréttamanna hafa nú skilað af sér öllum umsóknum fjölmiðla til KSÍ vegna fjölmiðapassa á leiki á vegum KSÍ leiktíðina 2014. SÍ tók saman umsóknirnar og veitti KSÍ svo umsögn. Nær allar umsóknir voru samþykktar af SÍ. Örfáum var hafnað eða vísað beint til KSÍ ef vafi lék á því hvort umsækjendur féllu undir skilgreiningu KSÍ á þeim sem eiga rétt á F-pössum.

KSÍ hefur endanlega um það að segja hvaða umsóknir eru samþykktar og hverjum er hafnað en styðst við umsögn SÍ. KSÍ er þegar byrjað að útbúa fjölmiðlakortin og má búast við því að þau verði afhent fjölmiðlum fyrir helgi.

Ef einhverjar frekari spurningar vakna er bent á að hafa samband við sportpress@sportpress.is og senda Ómari Smárasyni starfsmanni KSÍ afrit á omar@ksi.is.

]]>
http://gamla.sportpress.is/fjolmidlapassar-ksi-afgreiddir/feed/ 0
Pílukvöld http://gamla.sportpress.is/pilukvold/ http://gamla.sportpress.is/pilukvold/#comments Wed, 23 Apr 2014 16:44:41 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2688 Pílukastfélag Reykjavíkur býður okkur að heimsækja sig í tilefni þess að Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið á Íslandi í maí. Stutt kynning, veitingar og pílukastmót íslenskra íþróttafréttamanna.
Upphaflega var áætlað að byrja klukkan 20.00 en við seinkuðum þessu til klukkan 22.00 í þeirri von að fleiri eigi þess kost að mæta. Heimilisfangið er Skúlagata 26 (gengið inn af Vitastíg).
Við þurfum að láta vita hversu margir ætla að mæta, þannig endilega sendið línu á sportpress@sportpress.is ef þið ætlið að mæta.
]]>
http://gamla.sportpress.is/pilukvold/feed/ 0
Gylfi Þór Sigurðsson íþróttamaður ársins 2013 http://gamla.sportpress.is/gylfi-thor-sigurdsson-ithrottamadur-arsins-2013/ http://gamla.sportpress.is/gylfi-thor-sigurdsson-ithrottamadur-arsins-2013/#comments Sun, 29 Dec 2013 22:00:53 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2500 Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hjá Tottenham Hotspur í Englandi var kjörinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörinu var lýst 28. desember á Gullhömrum í Grafarholti í beinni útsendingu Rúv. Alfreð Gíslason þjálfari handboltaliðs Kiel í Þýskalandi var kjörinn þjálfari ársins annað árið í röð og A-landslið karla í knattspyrnu lið ársins.

Íþróttamaður ársins:

1. [...]]]> Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013.

Gylfi Þór Sigurðsson, íþróttamaður ársins 2013.

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson hjá Tottenham Hotspur í Englandi var kjörinn Íþróttamaður ársins 2013 af Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörinu var lýst 28. desember á Gullhömrum í Grafarholti í beinni útsendingu Rúv. Alfreð Gíslason þjálfari handboltaliðs Kiel í Þýskalandi var kjörinn þjálfari ársins annað árið í röð og A-landslið karla í knattspyrnu lið ársins.

Íþróttamaður ársins:

1. Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig
2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar – 288 stig
3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig
4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig
5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig
6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig
7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig
8. Helgi Sveinsson, íþr. fatlaðra – 62 stig
9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig
10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig

11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig
12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig
13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig
14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig
15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig
16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar – 11 stig
17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig
18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig
19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig
20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig
21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig
22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig
23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig

Lið ársins:
1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig
2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig
3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig

Þjálfari ársins:
1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig
2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig
3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stig

]]> http://gamla.sportpress.is/gylfi-thor-sigurdsson-ithrottamadur-arsins-2013/feed/ 0
Íþróttamaður ársins 2013 útnefndur 28. desember http://gamla.sportpress.is/ithrottamadur-arsins-2013-utnefndur-28-desember/ http://gamla.sportpress.is/ithrottamadur-arsins-2013-utnefndur-28-desember/#comments Thu, 26 Dec 2013 15:23:47 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2497 Að morgni Þorláksmessu var opinberaður listinn yfir tíu efstu í kjöri SÍ á íþróttamanni ársins 2013. Félagsmenn með atkvæðisrétt voru að þessu sinni 26 og nýttu allir sinn atkvæðisrétt nema einn. Úrslitin verða kunngjörð í hófi SÍ og ÍSÍ í Gullhömrum í Grafarholti laugardagskvöldið 28. desember og verður RÚV með beina sjónvarpsútsendingu frá hófinu. Tíu [...]]]> Að morgni Þorláksmessu var opinberaður listinn yfir tíu efstu í kjöri SÍ á íþróttamanni ársins 2013. Félagsmenn með atkvæðisrétt voru að þessu sinni 26 og nýttu allir sinn atkvæðisrétt nema einn. Úrslitin verða kunngjörð í hófi SÍ og ÍSÍ í Gullhömrum í Grafarholti laugardagskvöldið 28. desember og verður RÚV með beina sjónvarpsútsendingu frá hófinu. Tíu efstu í kjörinu eru eftirtaldir í stafrófsröð:

Alfreð Finnbogason, knattspyrnumaður hjá Heerenveen í Hollandi
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR
Auðunn Jónsson, kraftlyftingamaður úr Breiðabliki
Aron Pálmarsson, handknattleiksmaður hjá Kiel í Þýskalandi
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleiksmaður hjá Kiel í Þýskalandi
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður hjá Tottenham Hotspur í Englandi
Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleiksmaður hjá Zaragoza á Spáni
Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrnumaður hjá Ajax í Hollandi
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrnukona hjá Malmö í Svíþjóð

Þá verður einnig ljóstrað upp við sama tækifæri hvert er lið ársins og þjálfari ársins að mati íþróttafréttamanna. Verðlaun fyrir það voru fyrst veitt í fyrra og fékk þá Alfreð Gíslason handknattleiksþjálfari og kvennalið Gerplu í hópfimleikum útnefningarnar. Þrír efstu þjálfararnir og efstu þrjú liðin eru þessi í stafrófsröð:

Þjálfari ársins
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska handknattleiksliðsins Kiel
Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrv. landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu

Lið ársins
Karlalandslið Íslands í knattspyrnu
Kvennalið Gerplu í hópfimleikum
Kvennalandslið Íslands í knattspyrnu

Þetta verður í 58. sinn sem Samtök íþróttafréttamanna velja íþróttamann ársins, en samtökin stóðu fyrir kjörinu fyrst árið 1956.

]]>
http://gamla.sportpress.is/ithrottamadur-arsins-2013-utnefndur-28-desember/feed/ 0
Adolf Ingi kennir í Dúbaí http://gamla.sportpress.is/adolf-ingi-kennir-i-dubai/ http://gamla.sportpress.is/adolf-ingi-kennir-i-dubai/#comments Tue, 08 Oct 2013 11:41:47 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2466 Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður hjá RÚV heldur í næstu viku til Dúbaí þar sem hann mun kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn á vegum AIPS, Alþjóða samtaka íþróttafréttamanna. Námskeiðið er haldið í tengslum við heimsmeistaramót U17 ára pilta í knattspyrnu og heldur AIPS námskeiðið í samvinnu við FIFA. Þetta er í fjórða sinn sem AIPS [...]]]> Adolf Ingi Erlingsson.

Adolf Ingi Erlingsson.

Adolf Ingi Erlingsson íþróttafréttamaður hjá RÚV heldur í næstu viku til Dúbaí þar sem hann mun kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn á vegum AIPS, Alþjóða samtaka íþróttafréttamanna. Námskeiðið er haldið í tengslum við heimsmeistaramót U17 ára pilta í knattspyrnu og heldur AIPS námskeiðið í samvinnu við FIFA. Þetta er í fjórða sinn sem AIPS fær Adolf sem leiðbeinanda á námskeið fyrir unga íþróttafréttamenn. Hann hafði áður kennt á námskeiði í Bakú í Aserbaídsjan haustið 2012 í tengslum við HM U17 ára kvenna í knattspyrnu, í Ísrael í upphafi sumarsins í ár í tengslum við Evrópumót U21 árs karla í knattspyrnu og í Lausanne í Sviss í tengslum við fund Alþjóða Ólympíunefndarinnar í byrjun júlí í sumar.

Adolf Ingi sat í framkvæmdastjórn AIPS árin 2009-2013 en hætti í stjórn samtakanna á síðasta ársþingi AIPS í Sochi fyrr á þessu ári. Hann er þó núna ráðgjafi stjórnar AIPS, sem leitar nú til hans enn á ný til að kenna á námskeiði fyrir unga íþróttafréttamenn.

Þetta er í fimmta sinn sem AIPS heldur námskeið fyrir unga íþróttafréttamenn. Einn íslenskur fréttamaður hefur sótt námskeiðin. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, RÚV fór til Shenzhen í Kína sumarið 2011 og til Lausanne í Sviss í sumar. Ferðakostnaður, gisting og uppihald hefur verið greitt að fullu af AIPS.

]]>
http://gamla.sportpress.is/adolf-ingi-kennir-i-dubai/feed/ 0
Hrafnkelsmótið í golfi http://gamla.sportpress.is/hrafnkelsmotid-i-golfi/ http://gamla.sportpress.is/hrafnkelsmotid-i-golfi/#comments Tue, 13 Aug 2013 12:43:12 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2450 Hrafnkelsmótið í golfi verður haldið 6. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. ræst er út frá kl. 10:00-14:00 og leikið verður punktafyrirkomulag með grunnforgjöf.  Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð Hrafnkels Kristjánssonar. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella Hrafnkelsmótið í golfi verður haldið 6. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. ræst er út frá kl. 10:00-14:00 og leikið verður punktafyrirkomulag með grunnforgjöf.  Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð Hrafnkels Kristjánssonar. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella hér.

Mótið er haldið til minningar um Hrafnkel Kristjánsson. Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést lang fyrir aldur fram í lok árs 2009.

Hrafnkell Kristjánsson f. 1975, d. 2009.

Hrafnkell Kristjánsson f. 1975, d. 2009.

 

]]> http://gamla.sportpress.is/hrafnkelsmotid-i-golfi/feed/ 0