Samtök íþróttafréttamanna http://gamla.sportpress.is Stofnuð 1956 Sat, 22 Oct 2016 14:54:02 +0000 en-US hourly 1 http://wordpress.org/?v=4.1.13 60 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna http://gamla.sportpress.is/60-ara-afmaeli-samtaka-ithrottafrettamanna/ http://gamla.sportpress.is/60-ara-afmaeli-samtaka-ithrottafrettamanna/#comments Sat, 22 Oct 2016 14:50:31 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=3033 60 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna var fagnað í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, þann 21. október 2016. Samtökin voru stofnuð þann 14. febrúar 1956 af Atla Steinarssyni, Halli Símonarsyni, Frímanni Helgasyni og Sigurði Sigurðssyni.

Var það sérstakt ánægjuefni að Atli Steinarsson, einn af stofnendum og fyrsti formaður samtakanna, var viðstaddur og afhenti hann Eiríki Stefáni [...]]]> 60 ára afmæli Samtaka íþróttafréttamanna var fagnað í sal Blaðamannafélags Íslands, Síðumúla 23, þann 21. október 2016. Samtökin voru stofnuð þann 14. febrúar 1956 af Atla Steinarssyni, Halli Símonarsyni, Frímanni Helgasyni og Sigurði Sigurðssyni.

Var það sérstakt ánægjuefni að Atli Steinarsson, einn af stofnendum og fyrsti formaður samtakanna, var viðstaddur og afhenti hann Eiríki Stefáni Ásgeirssyni, núverandi formanni, fyrstu fundargerðarbók samtakanna. Bókin hefur að geyma fundargerðir fyrstu 20 ár SÍ.

Við þetta tilefni var ákveðið að veita þeim meðlimum SÍ sem hafa verið starfandi íþróttafréttamenn í að minnsta kosti 25 ár silfurmerki SÍ. Þeir Víðir Sigurðsson, Jón Kristján Sigurðsson, Arnar Björnsson og Guðmundur Hilmarsson skipuðu þann hóp.

Þá var Adolf Ingi Erlingsson, sem gegndi formennsku í SÍ frá 1999 til 2006 auk trúnaðarstarfa fyrir alþjóðasamtök íþróttafréttamanna, sæmdur gullmerki SÍ fyrir störf sín í þágu Samtaka íþróttafréttamanna og stéttarinnar.

]]> http://gamla.sportpress.is/60-ara-afmaeli-samtaka-ithrottafrettamanna/feed/ 0
Kjör íþróttamanns ársins óbreytt http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-obreytt/ http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-obreytt/#comments Thu, 12 May 2016 14:12:51 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2870 Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn fimmtudaginn 12. maí. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hóf þar síðara ár sitt sem formaður á núverandi kjörtímabili. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var endurkjörinn ritari og Jón Kristján Sigurðsson var endurkjörinn gjaldkeri.

Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson verða áfram varamenn í stjórn og þá verða Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson áfram [...]]]> Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn fimmtudaginn 12. maí. Eiríkur Stefán Ásgeirsson hóf þar síðara ár sitt sem formaður á núverandi kjörtímabili. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson var endurkjörinn ritari og Jón Kristján Sigurðsson var endurkjörinn gjaldkeri.

Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson verða áfram varamenn í stjórn og þá verða Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson áfram skoðunarmenn reikninga. Kjörtímabil allra er eitt ár.

Ein umsókn um aðild barst stjórn SÍ, frá Hafliða Breiðfjörð sem starfar sem framkvæmdastjóri og blaðamaður Fótbolti.net. Var umsókn hans samþykkt. Eru nú 25 félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna en Þorsteinn Haukur Harðarson og Valtýr Björn Valtýsson ganga nú úr SÍ.

Tvær breytingatillögur á lögum SÍ lágu fyrir og voru báðar samþykktar. Þriðja grein, sem fjallaði um aukafélaga, var felld út og fengu því aðrar greinar ný númer eftir því sem átti við. Þá var viðbót við fjórðu grein, sem nú er þriðja grein, samþykkt.

Fjórar breytingatillögur á reglugerð um kjör íþróttamanns ársins lágu fyrir. Þrjár, sem fjölluðu allar um að breyta kjörinu og kjósa íþróttakarl og -konu ársins í stað íþróttamanns ársins, voru felldar. Sú fjórða var samþykkt en eftir hana er engin sérstök dagsetning tilgreind á hvenær atkvæðaseðlum fyrir kjör íþróttamanns ársins skuli skilað til stjórnar.

Skýrsla stjórnar og reikningur gjaldkera voru lögð fyrir fundinn og samþykkt.

f.h. stjórnar SÍ
Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður

]]> http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-obreytt/feed/ 0
Aðalfundur 12. maí http://gamla.sportpress.is/adalfundur-12-mai-2/ http://gamla.sportpress.is/adalfundur-12-mai-2/#comments Thu, 05 May 2016 12:00:39 +0000 http://gamla.sportpress.is/?p=2868 Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. maí klukk1n 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingatillögur verða að hafa borist til félagsmanna tveimur dögum fyrir aðalfund.

Ekki er kosið til formanns á aðalfundi þessa árs en í öll önnur embætti.

]]>
Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna verður haldinn fimmtudaginn 12. maí klukk1n 12.00. Venjuleg aðalfundarstörf.

Lagabreytingatillögur verða að hafa borist til félagsmanna tveimur dögum fyrir aðalfund.

Ekki er kosið til formanns á aðalfundi þessa árs en í öll önnur embætti.

]]>
http://gamla.sportpress.is/adalfundur-12-mai-2/feed/ 0
Eygló Ósk er Íþróttamaður ársins 2015 http://gamla.sportpress.is/eyglo-osk-er-ithrottamadur-arsins-2015/ http://gamla.sportpress.is/eyglo-osk-er-ithrottamadur-arsins-2015/#comments Wed, 30 Dec 2015 21:30:29 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2857 Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Eygló Ósk á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að [...]]]> Sundkonan Eygló Ósk Gústafsdóttir hlaut í kvöld sæmdarheitið Íþróttamaður ársins þegar niðurstöður kosningar Samtaka íþróttafréttamanna voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu.

Eygló Ósk á frábært ár að baki í sundlauginni. Hún varð fyrsti Íslendingurinn til að vinna sér inn þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Ríó á næsta ári og fyrsta sundkonan til að vinna verðlaun á stórmóti. Það gerði hún á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem fór fram í Ísrael í desember er hún vann tvenn bronsverðlaun.

Eygló Ósk varð einnig fyrsta íslenska sundkonan, ásamt Hrafnhildi Lúthersdóttur, til að synda til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 m laug en það gerðu þær í Kazan í Rússlandi í ágúst. Eygló Ósk fjórbætti Norðurlandametið í 200 m baksundi á árinu og bætti þar að auki fjölda Íslandsmeta, auk þess sem hún vann mörg verðlaun á Íslandsmótum og Smáþjóðaleikum.

Gylfi Þór Sigurðsson varð í öðru sæti í kjörinu en hann er lykilmaður í íslenska landsliðinu sem vann sér þátttökurétt á Evrópumeistaramótinu sem fer fram í Frakklandi á næsta ári. Hann var einnig í stóru hlutverki hjá velska liðinu Swansea sem náði besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði tímabilið í ensku úrvalsdeildinni í vor í áttunda sæti.

Hrafnhildur varð þriðja í kjörinu en auk árangursins á HM í Kazan náði hún Ólympíulágmörkum í fjórum greinum á árinu og var, ásamt Eygló Ósk, valin í keppnislið Evrópu fyrir Duel in the Pool sundkeppnina undir lok ársins.

Heimir Hallgrímsson, annar þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, var valinn þjálfari ársins og karlalandsliðið sjálft var valið lið ársins með fullu húsi stiga.

Niðurstöður kjörsins má sjá hér fyrir neðan:

Íþróttamaður ársins

1. Eygló Ósk Gústafsdóttir (sund) 470 stig
2. Gylfi Þór Sigurðsson (fótbolti) 350
3. Hrafnhildur Lúthersdóttir (sund) 229
4. Guðjón Valur Sigurðsson (handbolti) 202
5. Fanney Hauksdóttir (kraftlyftingar) 139
6. Jón Arnór Stefánsson (körfubolti) 137
7. Aron Einar Gunnarsson (fótbolti) 128
8. Sara Björk Gunnarsdóttir (fótbolti) 63
9. Aníta Hinriksdóttir (frjálsar) 44
10. Helgi Sveinsson (íþr. fatlaðra) 29
11. Ragnar Sigurðsson (fótbolti) 16
12. Hannes Þór Halldórsson (fótbolti) 15
13. Aron Pálmarsson (handbolti) 12
14. Irina Sazanova (fimleikar) 9
15. Hanna Rún Bazev Óladóttir (dans) 8
16. Ásgeir Sigurgeirsson (skotfimi) 7
17. Dagný Brynjarsdóttir (fótbolti) 6
18. Birkir Bjarnason (fótbolti) 6
19. Ásdís Hjálmsdóttir (frjálsar) 5
20. Anton Sveinn McKee (sund) 5
21. Birgir Leifur Hafþórsson (golf) 4
22. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir (golf) 4
23. Hlynur Bæringsson (körfubolti) 4
24. Þormóður Jónsson (júdó) 2
25. Helena Sverrisdóttir (körfubolti) 1
26. Júlían J. K. Jóhannsson (kraftlyftingar) 1
27. Guðbjörg Gunnarsdóttir (fótbolti) 1
28. Norma Dögg Róbertsdóttir (fimleikar) 1

Þjálfari ársins

1. Heimir Hallgrímsson 124 stig
2. Þórir Hergeirsson 69
3. Alfreð Gíslason 18
4. Dagur Sigurðsson 12
5. Kári Garðarsson 9
6. Guðmundur Guðmundsson 1
7. Þorsteinn Halldórsson 1

Lið ársins

1. A-landslið karla (fótbolti) 130 stig
2. A-landslið karla (körfubolti) 51
3. Stjarnan kvenna (hópfimleikar) 28
4. Grótta kvenna (handbolti) 20
5. A-landslið kvenna (strandblak) 5

]]> http://gamla.sportpress.is/eyglo-osk-er-ithrottamadur-arsins-2015/feed/ 0
Ræða formanns Samtaka íþróttafréttamanna http://gamla.sportpress.is/raeda-formanns-samtaka-ithrottafrettamanna/ http://gamla.sportpress.is/raeda-formanns-samtaka-ithrottafrettamanna/#comments Wed, 30 Dec 2015 21:25:21 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2859 Eftirfarandi ræðu flutti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, á hófi Íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu, 30. desember 2015:

Forseti Íslands, Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Mennta-, menningar- og íþróttamálaráðherra, góðir gestir.

Samtök íþróttafréttamanna útnefna í kvöld Íþróttamann ársins í 60. sinn. Að baki er frábært íþróttaár og erum við Íslendingar svo lánsamir að [...]]]> Eftirfarandi ræðu flutti Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, á hófi Íþróttamanns ársins í Silfurbergi í Hörpu, 30. desember 2015:

Forseti Íslands, Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Mennta-, menningar- og íþróttamálaráðherra, góðir gestir.

Samtök íþróttafréttamanna útnefna í kvöld Íþróttamann ársins í 60. sinn. Að baki er frábært íþróttaár og erum við Íslendingar svo lánsamir að eiga stóran hóp afreksfólks í íþróttum sem hefur náð framúrskarandi árangri í greinum sínum á alþjóðlegum vettvangi. Í kvöld erum við þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að verðlauna þau allra bestu úr þessum glæsilega hópi.

Íþróttafólkið okkar kemur úr mörgum áttum og vettvangur þess er ólíkur. Það sem þau eiga hins vegar öll sameiginlegt er að hafa lagt á sig ómælda vinnu til að ná þeim árangri sem þau geta státað af. Að baki hvers afreks eru óteljandi klukkustundir þrotlausra æfinga og aukaæfinga.

Það hefur komið sífellt betur í ljós að til þess að komast í fremstu röð þarf ekki aðeins að hlúa að líkamlega þættinum, heldur einnig þeim andlega. Í ár hefur farið fram góð og afar gagnleg umræða um andlega heilsu íþróttamanna, þar sem íþróttafólkið sjálft hefur stigið fram og lýst baráttu sinni við andleg og geðræn vandamál.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka öllu þessu frábæra íþróttafólki fyrir að opna á umræðuna. Viðbrögðin við henni sýna að hennar var svo sannarlega þörf. Í of langan tíma hefur íþróttafólk burðast með þá ímynd að vanlíðan sé veikleikamerki og að leita sér hjálpar við slíkum vanda væri það sama og sýna uppgjöf.

Viðhorfið þarf að breytast. Það á að líta á depurð og kvíða sömu augum og trosnuð liðbönd og tognanir í vöðvum. Það þurfa að vera úrræði til staðar innan íþróttahreyfingarinnar við andlegum veikindum, sem og líkamlegum, og beita sömu rökhugsun um endurhæfingu og uppbyggingu hugans, rétt eins og líkamans eftir alvarleg meiðsli.

Íþróttafólkið okkar hefur opnað á þessa umræðu og nú er það undir okkur hinum komið að halda henni áfram. Forystumenn í íþróttahreyfingunni – hvort sem er hjá sérsamböndum eða félögunum sjálfum – ráðamenn í þjóðfélaginu, fjölmiðlar og aðrir þurfa að taka boltann á lofti og gæta þess að mýtunni um hinn fullkomna íþróttamann verði útrýmt.

Íþróttafólkið okkar hefur um árabil verið frábær fyrirmynd vegna árangurs síns á vellinum. Nú getur það einnig verið fyrirmynd allra þeirra sem glíma við vanlíðan og andleg veikindi, hvort sem viðkomandi leggur stund á íþróttir eða ekki. Íþróttafólkið okkar hefur nú þegar sýnt hvers það er megnugt þrátt fyrir að hafa þurft að yfirstíga margskonar hindranir á leið sinni, sem er ekki síst stærri sigur en að fá verðlaunapening um hálsinn.

Við erum saman komin til að heiðra afreksfólk okkar fyrir glæsileg afrek þess á árinu 2015 og Samtök íþróttafréttamanna eru stolt af því að fá tækifæri til þess í kvöld. Samstarfsaðilar Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands eru Icelandair, Íslandsbanki, Sjóvá og Valitor og kunnum við þessum aðilum bestu þakkir fyrir stuðninginn.

]]> http://gamla.sportpress.is/raeda-formanns-samtaka-ithrottafrettamanna/feed/ 0
Tíu efstu 2015 http://gamla.sportpress.is/tiu-efstu-2015/ http://gamla.sportpress.is/tiu-efstu-2015/#comments Wed, 23 Dec 2015 07:00:50 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2855 Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða aðilar hafa verið tilnefndir sem Íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.

Í ár verður kjörinu lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu, miðvikudaginn 30. desember.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.

[...]]]>
Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða aðilar hafa verið tilnefndir sem Íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.

Í ár verður kjörinu lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu, miðvikudaginn 30. desember.

Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.

Allir listar eru í stafrófsröð

Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna

Lið ársins
A-landslið karla í knattspyrnu
A-landslið karla í körfubolta
Kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum

Þjálfari ársins
Alfreð Gíslason
Heimir Hallgrímsson
Þórir Hergeirsson

]]>
http://gamla.sportpress.is/tiu-efstu-2015/feed/ 0
Kjör Íþróttamanns ársins 2015 http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-2015/ http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-2015/#comments Mon, 14 Dec 2015 22:17:04 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2851 Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.

Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga [...]]]> Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.

Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2015 í sérgreinum íþrótta. Þetta er í 20. sinn sem SÍ og ÍSÍ standa að sameiginlegu hófi.

Aðalhluti hófsins verður sýndur í beinni útsendingu á Rúv.

]]> http://gamla.sportpress.is/kjor-ithrottamanns-arsins-2015/feed/ 0
Nýr meðlimur í SÍ http://gamla.sportpress.is/nyr-medlimur-i-si-2/ http://gamla.sportpress.is/nyr-medlimur-i-si-2/#comments Mon, 14 Dec 2015 22:09:33 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2849 Á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag, 14. desember, var nýr meðlimur tekinn inn í samtökin. Edda Sif Pálsdóttir, sem hafið hefur störf á íþróttadeild Rúv, er því nú orðinn fullgildur meðlimur.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru alls 26.

]]>
Á félagsfundi Samtaka íþróttafréttamanna í dag, 14. desember, var nýr meðlimur tekinn inn í samtökin. Edda Sif Pálsdóttir, sem hafið hefur störf á íþróttadeild Rúv, er því nú orðinn fullgildur meðlimur.

Félagar í Samtökum íþróttafréttamanna eru alls 26.

]]>
http://gamla.sportpress.is/nyr-medlimur-i-si-2/feed/ 0
Stjórnin endurkjörin http://gamla.sportpress.is/stjornin-endurkjorin/ http://gamla.sportpress.is/stjornin-endurkjorin/#comments Thu, 21 May 2015 11:56:12 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2837 Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 20. maí 2015. Stjórn SÍ var endurkjörin. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var kjörinn formaður en með honum í stjórn verða áfram Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari. Þá verða Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson varamenn í stjórn og Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er [...]]]> Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 20. maí 2015. Stjórn SÍ var endurkjörin. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var kjörinn formaður en með honum í stjórn verða áfram Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari. Þá verða Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson varamenn í stjórn og Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er tvö ár en eitt ár í öðrum embættum.

Einn nýr félagi var tekinn inn í SÍ á aðalfundinum. Hjörtur Júlíus Hjartarson, sem er nýhafinn með útvarpsþáttinn Akraborgin á X-inu 977, gerist aftur fullgildur meðlimur eftir stutta fjarveru. Meðlimir eru því 26 talsins.

Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Enga lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum.

]]>
http://gamla.sportpress.is/stjornin-endurkjorin/feed/ 0
Aðalfundur SÍ http://gamla.sportpress.is/adalfundur-si-2/ http://gamla.sportpress.is/adalfundur-si-2/#comments Tue, 12 May 2015 07:49:52 +0000 http://www.sportpress.is/?p=2832 Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðar til aðalfundar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. maí 2015 klukkan 12.00 í húsakynnum UMFÍ í Sigtúni. Kosið verður í embætti formanns til næstu tveggja ára og í önnur embætti til eins árs. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum samtakanna.

]]>
Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna boðar til aðalfundar. Fundurinn verður haldinn miðvikudaginn 20. maí 2015 klukkan 12.00 í húsakynnum UMFÍ í Sigtúni. Kosið verður í embætti formanns til næstu tveggja ára og í önnur embætti til eins árs. Dagskrá aðalfundar verður samkvæmt lögum samtakanna.

]]>
http://gamla.sportpress.is/adalfundur-si-2/feed/ 0