Samtök íþróttafréttamanna hafa nú skilað af sér öllum umsóknum fjölmiðla til KSÍ vegna fjölmiðapassa á leiki á vegum KSÍ leiktíðina 2014. SÍ tók saman umsóknirnar og veitti KSÍ svo umsögn. Nær allar umsóknir voru samþykktar af SÍ. Örfáum var hafnað eða vísað beint til KSÍ ef vafi lék á því hvort umsækjendur féllu undir skilgreiningu KSÍ á þeim sem eiga rétt á F-pössum.

KSÍ hefur endanlega um það að segja hvaða umsóknir eru samþykktar og hverjum er hafnað en styðst við umsögn SÍ. KSÍ er þegar byrjað að útbúa fjölmiðlakortin og má búast við því að þau verði afhent fjölmiðlum fyrir helgi.

Ef einhverjar frekari spurningar vakna er bent á að hafa samband við sportpress@sportpress.is og senda Ómari Smárasyni starfsmanni KSÍ afrit á omar@ksi.is.