Félögum í Samtökum íþróttafréttamanna er boðið að sækja hádegisfund með fulltrúum Sundsambands Íslands og Íþróttasambandi fatlaðra. Einnig verða viðstaddir fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands en fundurinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi sem þessum, þar sem ætlunin er að fulltrúar fjölmiðlastéttarinnar og íþróttahreyfingarinnar hittist og beri saman bækur.

Á fundinum gefst íþróttafréttamönnum tækifæri að koma ábendingum áleiðis um hvernig starfsmenn tiltekinna sérsambanda ÍSÍ geti best komið sínu efni á framfæri með tilliti til ólíkra tegunda fjölmiðla sem fjalla um íþróttir á Íslandi. Um leið segja sérsamböndin frá starfsári sínu og helstu viðburðum sem fram undan eru.

Fundurinn hefst klukkan 12.00 miðvikudaginn 26. nóvember.