Hádegisfundur með SSÍ og ÍF
Félögum í Samtökum íþróttafréttamanna er boðið að sækja hádegisfund með fulltrúum Sundsambands Íslands og Íþróttasambandi fatlaðra. Einnig verða viðstaddir fulltrúar frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands en fundurinn fer fram í húsakynnum ÍSÍ í Laugardal.
Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Samtök íþróttafréttamanna og ÍSÍ standa fyrir hádegisfundi sem þessum, þar sem ætlunin er að fulltrúar fjölmiðlastéttarinnar og íþróttahreyfingarinnar hittist og beri saman bækur.
Á fundinum gefst íþróttafréttamönnum tækifæri að koma ábendingum áleiðis um hvernig starfsmenn tiltekinna sérsambanda ÍSÍ geti best komið sínu efni á framfæri með tilliti til ólíkra tegunda fjölmiðla sem fjalla um íþróttir á Íslandi. Um leið segja sérsamböndin frá starfsári sínu og helstu viðburðum sem fram undan eru.
Fundurinn hefst klukkan 12.00 miðvikudaginn 26. nóvember.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



