Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa saman í nítjánda sinn að hófi þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014 verður lýst í 59. sinn. Einnig verður kjöri þjálfara og liðs ársins lýst í þriðja sinn.

Hófið verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 3. janúar 2014 og verður það í beinni útsendingu á Rúv.

Íþróttamenn og -konur ársins hjá einstaka sérsamböndum ÍSÍ fá einnig viðurkenningar sínar á hófinu.