Hrafnkelsmótið í golfi verður haldið 6. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. ræst er út frá kl. 10:00-14:00 og leikið verður punktafyrirkomulag með grunnforgjöf.  Þátttökugjald er 5.000 kr. og rennur allt gjaldið óskert í Íþrótta- og afrekssjóð Hrafnkels Kristjánssonar. Hægt er að skrá sig á golf.is eða með því að smella hér.

Mótið er haldið til minningar um Hrafnkel Kristjánsson. Hrafnkell starfaði sem íþróttafréttamaður hjá RÚV á árunum 2005-2009, en lést lang fyrir aldur fram í lok árs 2009.

Hrafnkell Kristjánsson f. 1975, d. 2009.

Hrafnkell Kristjánsson f. 1975, d. 2009.

 

 
WordPress Appliance - Powered by TurnKey Linux