Kjör Íþróttamanns ársins 2015
Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.
Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.
Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2015 í sérgreinum íþrótta. Þetta er í 20. sinn sem SÍ og ÍSÍ standa að sameiginlegu hófi.
Aðalhluti hófsins verður sýndur í beinni útsendingu á Rúv.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



