Kjöri Íþróttamanns ársins 2015 verður lýst við hátíðlega athöfn í Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhúsi miðvikudaginn 30. desember. Lið og þjálfari ársins verða einnig útnefnd en það eru Samtök íþróttamanna sem standa að kjörinu í 60. sinn.

Tilnefningar til verðlaunanna verða tilkynntar í fjölmiðlum 23. desember.

Við sama tilefni mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands veita viðurkenninga til íþróttakvenna og íþróttamanna ársins 2015 í sérgreinum íþrótta. Þetta er í 20. sinn sem SÍ og ÍSÍ standa að sameiginlegu hófi.

Aðalhluti hófsins verður sýndur í beinni útsendingu á Rúv.