Lið ársins

Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.

Kosið var með einföldu fyrirkomulagi fyrsta árið sem lið ársins var kosið. Hver meðlimur SÍ kaus eitt lið. Niðurstaða kosninganna var eftirfarandi:

2012

1 Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum Fimleikar 22
2 Kvennalandslið Íslands Knattspyrna 1

Fyrir kjörið 2013 var fyrirkomulagi kjörsins breytt í samræmi við gildandi reglur um kjör íþróttamanns ársins. Hver kaus þrjú lið. 5 stig voru gefin fyrir fyrsta sætið, 3 stig fyrir annað sætið og 1 stig fyrir þriðja sætið:

2013

1 Karlalandslið Íslands Knattspyrna 125
2 Kvennalandslið Íslands Knattspyrna 55
3 Kvennalið Gerplu í hópfimleikum Fimleikar 20

2014

1 Karlalandslið Íslands Körfubolti 125
2 Karlalandslið Íslands Knattspyrna 66
3 Karlalið Stjörnunnar Knattspyrna 24