Lið ársins
Á fundi Samtaka íþróttafréttamanna þann 14. desember 2012 var samþykkt breyting á reglugerð fyrir kjör íþróttamanns ársins til að bæta við kosningu á liði ársins. Gjaldgeng eru lið, hvort sem er landslið eða félagslið, sem keppa í íþróttum sem eiga aðild að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands.
Kosið var með einföldu fyrirkomulagi fyrsta árið sem lið ársins var kosið. Hver meðlimur SÍ kaus eitt lið. Niðurstaða kosninganna var eftirfarandi:
2012
| 1 | Kvennalandslið Íslands í hópfimleikum | Fimleikar | 22 |
| 2 | Kvennalandslið Íslands | Knattspyrna | 1 |
Fyrir kjörið 2013 var fyrirkomulagi kjörsins breytt í samræmi við gildandi reglur um kjör íþróttamanns ársins. Hver kaus þrjú lið. 5 stig voru gefin fyrir fyrsta sætið, 3 stig fyrir annað sætið og 1 stig fyrir þriðja sætið:
2013
| 1 | Karlalandslið Íslands | Knattspyrna | 125 |
| 2 | Kvennalandslið Íslands | Knattspyrna | 55 |
| 3 | Kvennalið Gerplu í hópfimleikum | Fimleikar | 20 |
2014
| 1 | Karlalandslið Íslands | Körfubolti | 125 |
| 2 | Karlalandslið Íslands | Knattspyrna | 66 |
| 3 | Karlalið Stjörnunnar | Knattspyrna | 24 |
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn

