Myndir frá hófi Íþróttamanns ársins
Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu að hófi Íþróttamanns ársins í sameiningu í 20. sinn. Þar var íþróttafólk ársins hjá sérsamböndum og íþróttanefndum ÍSÍ heiðrað fyrir afrek sín á liðnu ári og nýr meðlimir teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Að þessu sinni voru þeir Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson teknir inn sem áttundi og níundi meðlimur Heiðurshallarinnar.
Jón Arnór Stefánsson hlaut svo sæmdarheitið Íþróttamaður ársins að þessu sinni, Rúnar Páll Sigmundsson var valinn þjálfari ársins og karlalandslið Íslands í körfubolta lið ársins.
Margt góðra gesta var að venju en myndir frá hófinu má sjá hér fyrir neðan. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari á 365 miðlum, tók myndirnar og gaf góðfúslegt leyfi fyrir notkun þeirra.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



