Á félagsmannafundi Samtaka íþróttafréttamanna föstudaginn 15. desember 2014 voru þrír nýir félagar teknir inn í Samtök íþróttafréttamanna. Umsóknir þeirra Sigurðar Elvar Þórólfssonar, Kristjáns Jónssonar og Þorsteins Hauks Harðarsonar voru samþykktar með meirihluta atkvæða fundarmanna.

Sigurður Elvar, sem er fyrrum formaður SÍ, snýr aftur í samtökin eftir stutta fjarveru en hann er fréttastjóri hjá kylfingi.is og blaðamaður hjá tímaritinu Golf á Íslandi.

Kristján, sem tók aftur til starfa á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is, var einnig nýverið meðlimur í Samtökunum.

Þorsteinn Haukur starfar sem ritsjóri á sport.is og hefur ekki áður verið með aðild að Samtökum íþróttafréttamanna.

Félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna í árslok 2014 eru því 24.