Nýir félagsmenn
Á félagsmannafundi Samtaka íþróttafréttamanna föstudaginn 15. desember 2014 voru þrír nýir félagar teknir inn í Samtök íþróttafréttamanna. Umsóknir þeirra Sigurðar Elvar Þórólfssonar, Kristjáns Jónssonar og Þorsteins Hauks Harðarsonar voru samþykktar með meirihluta atkvæða fundarmanna.
Sigurður Elvar, sem er fyrrum formaður SÍ, snýr aftur í samtökin eftir stutta fjarveru en hann er fréttastjóri hjá kylfingi.is og blaðamaður hjá tímaritinu Golf á Íslandi.
Kristján, sem tók aftur til starfa á íþróttadeild Morgunblaðsins og mbl.is, var einnig nýverið meðlimur í Samtökunum.
Þorsteinn Haukur starfar sem ritsjóri á sport.is og hefur ekki áður verið með aðild að Samtökum íþróttafréttamanna.
Félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna í árslok 2014 eru því 24.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



