Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) og Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) munu áfram eiga samstarf um útgáfu fjölmiðlaskírteina KSÍ (F-skírteini). Nú er komið að útgáfu skírteinanna fyrir knattspyrnutímabilið 2015.

Útgáfa skírteinanna verður áfram í höndum KSÍ en SÍ mun taka á móti umsóknum fjölmiðla um skírteini og veita þeim faglega umsögn.

Samtök íþróttafréttamanna (SÍ) voru stofnuð árið 1956 í […]

Meira

Ársþing AIPS var sett í París í fyrrakvöld og þar var tilkynnt um stofnun alþjóðlegrar verðlaunahátíðar íþróttafréttamanna. Verðlaunahátíðin verður haldin í Abú Dabí í desember ár hvert og verða veitt verðlaun í sex flokkum. Bæði í flokkum sem tengjast íþróttafréttamönnum, en líka ljósmyndurum og myndatökumönnum eða pródúsentum.

Flokkarnir sex eru -Ljósmyndun
-Skrifaðar greinar eða […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stóðu að hófi Íþróttamanns ársins í sameiningu í 20. sinn. Þar var íþróttafólk ársins hjá sérsamböndum og íþróttanefndum ÍSÍ heiðrað fyrir afrek sín á liðnu ári og nýr meðlimir teknir inn í Heiðurshöll ÍSÍ. Að þessu sinni voru þeir Ásgeir Sigurvinsson og Pétur Guðmundsson  teknir inn sem áttundi og […]

Meira

Eiríkur Stefán Ásgeirsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, flutti eftirfarandi ræðu á hófi Íþróttamanns ársins í Gullhömrum í Reykjavík þann 3. janúar 2015:

Forseti Íslands, forseti íþrótta- og ólympíusambands Íslands, mennta- menningar- og íþróttamálaráðherra, góðir gestir.

Kjör íþróttamanns ársins hefur lengi verið umdeilt. Í 59 ár hafa Samtök íþróttafréttamanni staðið að kjörinu og alla tíð hafa margir […]

Meira

Kjöri Samtaka íþróttafréttamanna var lýst í 59. sinn í kvöld á hófi í Gullhömrum í Reykjavík. Jón Arnór Stefánsson, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Unicaja Malaga á Spáni, hlaut sæmdarheitið í ár og er annar körfuboltamaðurinn sem verður fyrir valinu og sá fyrsti í 48 ár.

Jón Arnór fékk 435 stig af 480 mögulegum í […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna hafa endurnýjað samninga við Icelandair, Íslandsbanka, Sjóvá og Valitor en þessir aðilar munu nú halda áfram samstarfi sínu til loka ársins 2016.

Stjórn Samtaka íþróttafréttamanna telur þetta gríðarlega mikilvægan þátt í því að geta haldið úti faglegu starfi fyrir íþróttafréttamenn landsins og viðhaldið tengslum við alheimssamtök íþróttafréttamanna (AIPS) og samtök íþróttafréttamanna í Evrópu […]

Meira

Nöfn þeirra tíu íþróttamanna sem flest atkvæði hlutu í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanni ársins 2014 hafa nú verið birt í fjölmiðlum en kjörinu verður lýst í Gullhömrum í Reykjavík þann 3. janúar 2015. Hófinu verður sjónvarpað í beinni útsendingu Rúv.

Þeir þrír aðilar sem flesta atkvæði fengu í kjöri þjálfara ársins hafa einnig verið tilkynnt, […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa saman í nítjánda sinn að hófi þar sem kjöri Samtaka íþróttafréttamanna á Íþróttamanns ársins 2014 verður lýst í 59. sinn. Einnig verður kjöri þjálfara og liðs ársins lýst í þriðja sinn.

Hófið verður haldið í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 3. janúar 2014 og verður það í beinni […]

Meira

Á félagsmannafundi Samtaka íþróttafréttamanna föstudaginn 15. desember 2014 voru þrír nýir félagar teknir inn í Samtök íþróttafréttamanna. Umsóknir þeirra Sigurðar Elvar Þórólfssonar, Kristjáns Jónssonar og Þorsteins Hauks Harðarsonar voru samþykktar með meirihluta atkvæða fundarmanna.

Sigurður Elvar, sem er fyrrum formaður SÍ, snýr aftur í samtökin eftir stutta fjarveru en hann er fréttastjóri hjá kylfingi.is og […]

Meira

Samtök íþróttafréttamanna stóðu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir hádegisfundi þar sem fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra og Sundsbambands Íslands var boðið að segja frá starfi sínu og verkefnum fram undan.

Á fundinum var farið yfir ýmis málefni sem tengjast þessum sérsamböndum, íþróttahreyfingunni almennt og mikilvægi fjölmiðla í útbreiðslu og uppbyggingu íþrótta á Íslandi. Félagsmönnum Samtaka íþróttafréttamanna […]

Meira