Pílukastfélag Reykjavíkur býður okkur að heimsækja sig í tilefni þess að Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið á Íslandi í maí. Stutt kynning, veitingar og pílukastmót íslenskra íþróttafréttamanna.
Upphaflega var áætlað að byrja klukkan 20.00 en við seinkuðum þessu til klukkan 22.00 í þeirri von að fleiri eigi þess kost að mæta. Heimilisfangið er Skúlagata 26 (gengið inn af Vitastíg).
Við þurfum að láta vita hversu margir ætla að mæta, þannig endilega sendið línu á sportpress@sportpress.is ef þið ætlið að mæta.