Pílukvöld
On 23/04/2014
Pílukastfélag Reykjavíkur býður okkur að heimsækja sig í tilefni þess að Norðurlandamótið í pílukasti verður haldið á Íslandi í maí. Stutt kynning, veitingar og pílukastmót íslenskra íþróttafréttamanna.
Upphaflega var áætlað að byrja klukkan 20.00 en við seinkuðum þessu til klukkan 22.00 í þeirri von að fleiri eigi þess kost að mæta. Heimilisfangið er Skúlagata 26 (gengið inn af Vitastíg).
Við þurfum að láta vita hversu margir ætla að mæta, þannig endilega sendið línu á sportpress@sportpress.is ef þið ætlið að mæta.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



