Samúel Örn Erlingsson var sæmdur gullmerki Samtaka íþróttafréttamanna í samkvæmi samtakanna að loknu kjörki íþróttamanns ársins 2008 á Grand Hótel. Samúel Örn hóf störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu 1981, hann var yfirmaður deildarinnar um árabil og hætti störfum á síðasta ári.

Samúel Örn var formaður Samtaka íþróttafréttamanna 1984-1987 auk annarra stjórnarstarfa og lét mikið til sín taka á alþjóða vettvangi íþróttafréttamanna en hann sat í stjórn Evrópusamtakanna  í nokkur ár.

Þess má geta að fyrsta embættisverk hans fyrir SÍ á sínum tíma var að slá víxil svo samtökin gætu haldið Norðurlandaþing með sóma!