Samúel Örn sæmdur gullmerki SÍ
Samúel Örn Erlingsson var sæmdur gullmerki Samtaka íþróttafréttamanna í samkvæmi samtakanna að loknu kjörki íþróttamanns ársins 2008 á Grand Hótel. Samúel Örn hóf störf sem íþróttafréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu 1981, hann var yfirmaður deildarinnar um árabil og hætti störfum á síðasta ári.
Samúel Örn var formaður Samtaka íþróttafréttamanna 1984-1987 auk annarra stjórnarstarfa og lét mikið til sín taka á alþjóða vettvangi íþróttafréttamanna en hann sat í stjórn Evrópusamtakanna í nokkur ár.
Þess má geta að fyrsta embættisverk hans fyrir SÍ á sínum tíma var að slá víxil svo samtökin gætu haldið Norðurlandaþing með sóma!
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



