Stjórnin endurkjörin
Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 20. maí 2015. Stjórn SÍ var endurkjörin. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var kjörinn formaður en með honum í stjórn verða áfram Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari. Þá verða Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson varamenn í stjórn og Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er tvö ár en eitt ár í öðrum embættum.
Einn nýr félagi var tekinn inn í SÍ á aðalfundinum. Hjörtur Júlíus Hjartarson, sem er nýhafinn með útvarpsþáttinn Akraborgin á X-inu 977, gerist aftur fullgildur meðlimur eftir stutta fjarveru. Meðlimir eru því 26 talsins.
Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Enga lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



