Aðalfundur Samtaka íþróttafréttamanna var haldinn 20. maí 2015. Stjórn SÍ var endurkjörin. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var kjörinn formaður en með honum í stjórn verða áfram Jón Kristján Sigurðsson, gjaldkeri, og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, ritari. Þá verða Tómas Þór Þórðarson og Einar Örn Jónsson varamenn í stjórn og Arnar Björnsson og Sindri Sverrisson endurskoðendur. Kjörtímabil formanns er tvö ár en eitt ár í öðrum embættum.

Einn nýr félagi var tekinn inn í SÍ á aðalfundinum. Hjörtur Júlíus Hjartarson, sem er nýhafinn með útvarpsþáttinn Akraborgin á X-inu 977, gerist aftur fullgildur meðlimur eftir stutta fjarveru. Meðlimir eru því 26 talsins.

Skýrsla stjórnar og ársreikningar voru lagðir fram og samþykktir. Enga lagabreytingatillögur lágu fyrir fundinum.