Tíu efstu 2015
Samtök íþróttafréttamanna hafa kunngjört hvaða aðilar hafa verið tilnefndir sem Íþróttamaður ársins, þjálfari ársins og lið ársins.
Í ár verður kjörinu lýst á sameiginlegu hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands í Silfurbergi í Hörpu, miðvikudaginn 30. desember.
Íþróttamaður ársins er nú kjörinn í 60. sinn en þjálfari og lið ársins í fjórða sinn.
Allir listar eru í stafrófsröð
Íþróttamaður ársins
Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttir
Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna
Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund
Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingar
Guðjón Valur Sigurðsson, handknattleikur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Jón Arnór Stefánsson, körfuknattleikur
Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna
Lið ársins
A-landslið karla í knattspyrnu
A-landslið karla í körfubolta
Kvennalið Stjörnunnar í hópfimleikum
Þjálfari ársins
Alfreð Gíslason
Heimir Hallgrímsson
Þórir Hergeirsson
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn



