Samtök íþróttafréttamanna stóðu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir hádegisfundi þar sem fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra og Sundsbambands Íslands var boðið að segja frá starfi sínu og verkefnum fram undan.

Á fundinum var farið yfir ýmis málefni sem tengjast þessum sérsamböndum, íþróttahreyfingunni almennt og mikilvægi fjölmiðla í útbreiðslu og uppbyggingu íþrótta á Íslandi. Félagsmönnum Samtaka íþróttafréttamanna gafst einnig kostur á að koma áleiðis ábendingum til sérsambandanna um samskipti þeirra við fjölmiðla.

Það er áætlað að funda 2-3 sinnum á hverju ári og er það von okkar að styrkja tengsl íþróttahreyfingarinnar við íþróttafréttamenn. Næsti fundur er áætlaður á fyrri hluta næsta árs.

20141126_131441