Vel heppnaður hádegisfundur
Samtök íþróttafréttamanna stóðu ásamt Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands fyrir hádegisfundi þar sem fulltrúum Íþróttasambands fatlaðra og Sundsbambands Íslands var boðið að segja frá starfi sínu og verkefnum fram undan.
Á fundinum var farið yfir ýmis málefni sem tengjast þessum sérsamböndum, íþróttahreyfingunni almennt og mikilvægi fjölmiðla í útbreiðslu og uppbyggingu íþrótta á Íslandi. Félagsmönnum Samtaka íþróttafréttamanna gafst einnig kostur á að koma áleiðis ábendingum til sérsambandanna um samskipti þeirra við fjölmiðla.
Það er áætlað að funda 2-3 sinnum á hverju ári og er það von okkar að styrkja tengsl íþróttahreyfingarinnar við íþróttafréttamenn. Næsti fundur er áætlaður á fyrri hluta næsta árs.
Íþróttamaður ársins
Hlekkir
Samtök íþróttafréttamanna
„Þann 14. febrúar 1956 komu þeir Atli Steinarsson, Frímann Helgason, Hallur Símonarson og Sigurður Sigurðsson saman til fundar í þeim tilgangi að stofna félag með sér er miði að því að vinna að betri aðstöðu við störf þeirra á íþróttavettvangi. Urðu allir sammála um að stofna þetta félag nú þegar.“
- úr ræðu Skapta Hallgrímssonar á 50 ára afmæli samtakanna.
Myndasafn
Vefstjórn




